Um Kort
Þegar þú tengist ytri GPS-móttakara um Bluetooth geturðu séð hvar þú ert staddur.
Þú getur einnig keypt leyfi fyrir leiðsögn með raddstýringu. Þessi þjónusta er ekki í boði
í öllum löndum eða svæðum.
Ef kort eru tiltæk í tækinu eða á minniskorti geturðu flett í þeim án nettengingar. Þegar
þú flettir að svæði sem ekki er á kortum sem hlaðið hefur verið niður í tækið er korti af
svæðinu sjálfkrafa hlaðið niður um internetið. Hugsanlega er farið fram á að þú veljir
aðgangsstað sem nota á til að tengjast.
Niðurhal á kortum getur falið í sér stórar gagnasendingar um símkerfi
þjónustuveitunnar. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Einnig er hægt að nota Nokia Map Loader hugbúnaðinn til að hlaða niður kortum í tækið.
Til að setja Nokia Map Loader upp á samhæfri tölvu, sjá www.nokia.com/maps.
Veldu
Valmynd
>
Forrit
>
Kort
og svo úr eftirfarandi:
Kort 49
Síðasta kort — Birtir það kort sem síðast var opið.
Finna heimilisf. — Leita að tilteknu heimilisfangi.
Vistaðar staðs. — Leitaðu að stað sem þú hefur vistað í tækinu.
Nýleg. staðsetn. — Birtu staðsetningar sem þú hefur flett í gegnum.
Núv. staðsetn. — Skoðaðu núverandi staðsetningu þína, ef GPS-tenging er til staðar.
Skipuleggja leið — Leiðaráætlun.
Viðbótarþjón. — Kauptu leyfi fyrir leiðsögn
Stillingar — Tilgreindu stillingarnar.
Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að einhverju leyti. Aldrei skal
treysta eingöngu á kort sem hlaðið hefur verið niður til notkunar með þessu tæki.