Nokia Map Loader
Með Nokia Map Loader forritinu í tölvunni er hægt að hlaða kortum og
raddleiðsagnarskrám niður af netinu. Minniskort með nægu plássi verður að vera í
tækinu. Nota skal Kortaforritið og skoða kort a.m.k. einu sinni áður en Nokia Map Loader
forritið er tekið í notkun því að Nokia Map Loader notar upplýsingar úr Kortaforritinu til
að kanna hvaða kortaútgáfum á að hlaða niður.
Hægt er að setja Nokia Map loader upp með því að fara á www.nokia.com/maps og fara
eftir leiðbeiningunum.
Kortum hlaðið niður með Nokia Map Loader
1 Tækið er tengt við tölvu með samhæfri USB-gagnasnúru eða Bluetooth-tengingu.
Ef þú notar gagnasnúru velurðu
PC Suite
sem USB-tengiaðferð.
2 Opnaðu Nokia Map Loader í tölvunni.
3 Veldu heimsálfu og land eða svæði.
4 Veldu kort eða þjónustu og hladdu þeim niður og settu þau upp í tækinu.
Þú getur keypt leyfi fyrir leiðsögn og umferðarupplýsingar, ferðahandbækur og hlaðið
niður kortum á þjónustuflipanum í Nokia Map Loader.