Nokia 6303i Classic - Öryggisstillingar

background image

Öryggisstillingar

Veldu

Valmynd

>

Stillingar

og

Öryggi

.

Þegar öryggisaðgerðir sem takmarka símtöl eru í notkun (svo sem útilokun, lokaður

notendahópur og fast númeraval) kann að vera hægt að hringja í opinbera

neyðarnúmerið sem er forritað í tækið. Útilokun og flutningur símtala getur ekki verið

virkt samtímis.
Veldu úr eftirfarandi:
Krefjast PIN-númers eða Biðja um UPIN-nr. — Stilla símann þannig að beðið sé um

PIN-númer eða UPIN-númer í hvert sinn sem kveikt er á honum. Á sumum SIM-kortum

er ekki hægt að gera þessa beiðni óvirka.

Útilokunarþjónusta — Takmarka símtöl í og úr tækinu (sérþjónusta). Krafist er

lykilorðs útilokunar.

Fast númeraval — Takmarka úthringingar í valin símanúmer ef SIM-kortið styður

aðgerðina. Þegar kveikt er á föstu númeravali eru GPRS-tengingar ekki mögulegar nema

þegar textaskilaboð eru send um GPRS-tengingu. Í því tilviki verða símanúmer

viðtakandans og skilaboðamiðstöðvarinnar að vera á númeralistanum í föstu

númeravali.

Gerðu símann að þínu tæki 19

background image

Lokaður not.hópur — Tilgreina hóp fólks sem þú getur hringt í og sem getur hringt í

þig (sérþjónusta).

Öryggisstig — Til að beðið sé um öryggisnúmer í hvert skipti sem nýtt SIM-kort er sett

í símann velurðu

Sími

.

Aðgangslyklar — Breyta öryggisnúmerinu, PIN-, UPIN- eða PIN2-númerinu, eða

lykilorði útilokunar.

PIN2-beiðni — Láta símann biðja um PIN2-númer þegar sérstakir eiginleikar eru

notaðir. Á sumum SIM-kortum er ekki hægt að gera þessa beiðni óvirka. Það fer eftir

SIM-kortinu hvort hægt er að velja þennan valkost. Nánari upplýsingar má fá hjá

þjónustuveitunni.

Númer í notkun — Birta og velja gerð PIN-númers sem á að nota.

Heimildavottorð eða Notandavottorð — Skoða lista yfir heimilda- eða

notandavottorð sem eru í símanum.

Öryggiseining — Skoða Um öryggiseiningu, virkja

PIN öryggiseiningar

eða breyta

PIN-númeri öryggiseiningar og PIN-númeri fyrir undirskrift.